Verið velkomin á barnabókasafn Norræna hússins þar sem öllum er boðið að leika, læra og lesa í ævintýralegu neðansjávarumhverfi sem við höfum skapað inn á milli bókanna. Sýningin er sérstaklega miðuð að börnum og fjölskyldum þeirra og er hluti að fræðslustarfi Norræna hússins fyrir börn og ungmenni. Kynnið ykkur dagskrána hér.

Hvernig lifa dýr og plöntur af á kaldasta svæði veraldar og hvernig tengjast þau? hvaða áhrif hefur plast á lífið þeirra og hvað er hægt að gera með plast? Gestum gefst færi á að fræðast um plöntur og dýr sem lifa í Norður íshafinu, á íshellunni eða djúpt á hafsbotni – en þær lífverur deila heimkynnum sínum með ógrynni af plasti. Sýning byggð á norsku bókinni ‘Under Polarisen‘ eftir Line Renslebraten. Hönnun og útfærsla er unnin í samstarfi við Þórdísi Erlu Zoega myndlistarkonu sem hefur margþætta reynslu af mismunandi plasti. Við fræðslu aðstoðar Sorpa og Pure North í samstarfi við fræðslufulltrúa Norræna hússins.

Nordichouse.is